Vextir á nýjum íbúðalánum með föstum vöxtum hækka í 5,40% frá 15. september.

10. sep. 2007

Þessi breyting hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem tekið hafa íbúðalán með föstum vöxtum hjá sjóðnum til þessa.

Þessi breyting hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem tekið hafa íbúðalán með föstum vöxtum hjá sjóðnum til þessa. Ákvörðunin um hækkun vaxtanna var tekin með tilliti til almennra hækkana lánastofnana á vöxtum íbúðalána. Þeir sem eiga inni lánsumsóknir hjá sjóðnum eða leggja inn umsóknir með fullbúnum gögnum vegna lántökunnar fyrir 15. september fá lán sín afgreidd með 4,85% vöxtum að uppfylltum lánsskilyrðum.