Mótframlag vinnuveitenda hækkaði úr 6% í 7% skv. kjarasamningi frá 1.1.2005

19. sep. 2005

Framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðsins hækkaði úr 6% í 7% frá 1.1.2005 skv. kjarasamningi VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Frá sama tíma féll niður skylda atvinnurekenda til að greiða 1% framlag í séreignarsjóð fyrir þá starfsmenn sem ekki leggja til hliðar í séreign.

Framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðsins hækkaði úr 6% í 7% frá 1.1.2005 skv. kjarasamningi VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Frá sama tíma féll niður skylda atvinnurekenda til að greiða 1% framlag í séreignarsjóð fyrir þá starfsmenn sem ekki leggja til hliðar í séreign.

Því er mikilvægt fyrir þá sjóðfélaga sem ekki eru sjálfir að spara í séreignarsjóð að huga að séreignarsparnaði sínum.