Lífeyrisréttindi sjóðfélaga LV hækkuð um 7% eða 11,8 milljarða. Á 10 árum hafa réttindin verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar

9. jan. 2007

Vegna góðrar raunávöxtunar sjóðsins á árinu 2006, sem er annað besta rekstrarár í sögu lífeyrissjóðsins með 12,7% raunávöxtun, hefur tryggingafræðileg staða sjóðsins styrkst verulega. Eignir sjóðsins við áramót námu 240,3 milljörðum og höfðu hækkað um 25,9% á árinu. Eignir umfram heildarskuldbindingar að meðtöldum framtíðarréttindum námu 32,1 milljarði eða 7,9%.

Vegna góðrar raunávöxtunar sjóðsins á árinu 2006, sem er annað besta rekstrarár í sögu lífeyrissjóðsins með 12,7% raunávöxtun, hefur tryggingafræðileg staða sjóðsins styrkst verulega. Eignir sjóðsins við áramót námu 240,3 milljörðum og höfðu hækkað um 25,9% á árinu. Eignir umfram heildarskuldbindingar að meðtöldum framtíðarréttindum námu 32,1 milljarði eða 7,9%.

Vegna styrkrar stöðu sjóðsins hefur stjórn hans ákveðið að gera tillögu til aðildarsamtaka sjóðsins um 7% hækkun áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga frá 1. janúar 2007. Það samsvarar 11,8 milljarða hækkun réttinda sjóðfélaga.

Þrátt fyrir hækkun réttindanna mun staða sjóðsins verða jákvæð um 4,9% eða um 20,3 milljarða að hækkuninni afstaðinni. Það er mat stjórnar sjóðsins að skynsamlegt sé að viðhalda styrkri stöðu hans gagnvart skuldbindingum eftir hækkun lífeyrisréttinda þannig að gott borð verði fyrir báru ef þróun á verðbréfamörkuðum verður óhagstæð á árinu 2007.

Á síðustu 10 árum hefur tekist að bæta lífeyrisréttindin og lífeyrisgreiðslur um 21,1% til viðbótar almennum verðlagsbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs en réttindaávinnslan var fyrst hækkuð um 11,8% 1997.

“Það er mjög ánægjulegt að tekist hefur að bæta lífeyrisréttindi sjóðfélaga sjóðsins umtalsvert á liðnum árum. Ennfremur er þýðingarmikið að lífeyrisþegar sjóðsins hafa notið verulegs kaupmáttarbata á lífeyri sinn og nú munu þeir sjá 7% hækkun lífeyrisgreiðslna um næstu mánaðamót” sagði Þorgeir Eyjólfsson forstjóri.