Vextir á nýjum lánum lækka í 3,7%

22. jan. 2015

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag, 22. janúar 2015, að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,2 prósentustig, úr 3,9% í 3,7%. Lækkunin tekur gildi á morgun, föstudaginn 23. janúar.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag, 22. janúar 2015, að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,2 prósentustig, úr 3,9% í 3,7%. Lækkunin tekur gildi á morgun, föstudaginn 23. janúar.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur í áratugi tekið þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis sjóðfélaga sinna, með beinum og óbeinum hætti. Annars vegar með hagstæðum lánum til sjóðfélaga, hins vegar með því að fjármagna Íbúðalánasjóð og forvera hans, sem svo aftur hefur endurlánað almenningi til íbúðakaupa.

Vaxtakjör á lánum til sjóðfélaga eru tvennskonar.  Annars vegar lán með breytilegum vöxtum sem taka mið af markaðsvöxtum íbúðabréfa hverju sinni auk 0,75% álags og hinsvegar lán með föstum vöxtum nú 3,70%.

Ítarlegar upplýsingar um lánareglur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að finna hér.