Sjóðurinn óskar eftir að ráða áhættustjóra

17. jan. 2015

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða áhættustjóra. Leitað er að töluglöggum, ábyrgum einstaklingi með haldgóða starfsreynslu. Áhættustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða áhættustjóra. Leitað er að töluglöggum, ábyrgum einstaklingi með haldgóða starfsreynslu. Áhættustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni

 • Sinna áhættugreiningu og áhættueftirliti í samræmi við áhættustefnu sjóðsins
 • Frumkvæði í þróun áhættustefnu og áhættustýringar
 • Framkvæma sjálfstæðar úttektir og aðgerðir vegna áhættueftirlits
 • Upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra, stjórnar og opinberra aðila
 • Þátttaka í framkvæmd innra eftirlits
 • Seta í áhættunefnd sjóðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði fjármála-, verk- eða tölfræði á háskólastigi, framhaldsmenntun er kostur
 • Umtalsverð reynsla af fjármálamarkaði, áhættustýringu og/eða greiningarvinnu sem nýtist í starfi
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og að setja þær fram með skipulögðum hætti
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku

Um lífeyrissjóðinn

Lífeyrissjóður verzlunarmanna var stofnaður 1. febrúar 1956 á grundvelli kjarasamninga.
Sjóðurinn er stærsti lífeyrissjóður á  almennum vinnumarkaði. Eignir hans nema um 500 milljörðum króna. Um 48 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins á liðnu ári og lífeyrisþegar eru rúmlega 13 þúsund. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri.
Á skrifstofu sjóðsins starfa þrjátíu og fimm starfsmenn.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér á vef sjóðsins.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeinandi tilmæli FME nr. 3/2010 og varða hæfi lykilstarfsmanna. Umsækjandi þarf að geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.