Eignir til greiðslu lífeyris 471 milljarður

1. okt. 2014

Rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á fyrri hluta ársins var í meginatriðum sem hér segir. Eignir til greiðslu lífeyris voru á miðju ári 471 milljarður króna samanborið við 454 milljarða um áramót, jukust um 17 milljarða. Greiddir höfðu verið 4,7 milljarðar í lífeyri, tæpum 11% meira en á sama tíma í fyrra.

Rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á fyrri hluta ársins var í meginatriðum sem hér segir. Eignir til greiðslu lífeyris voru á miðju ári 471 milljarður króna samanborið við 454 milljarða um áramót, jukust um 17 milljarða. Greiddir höfðu verið 4,7 milljarðar í lífeyri, tæpum 11% meira en á sama tíma í fyrra.

Ávöxtunartölur eru fyrir sex mánaða tímabil og eru hér ekki færðar upp til ársávöxtunar. Ávöxtun sjóðsins og verðbréfaleiðar í séreignadeild á fyrri árshelmingi var 2,8% sem samsvarar 1,7% raunávöxtun. Nafnávöxtun innlánsleiðar í séreignardeild var 1,9% sem samsvarar 0,8% raunávöxtun á tímabilinu.

44 þúsund greiðandi sjóðfélagar

Greiðandi sjóðfélagar á fyrri hluta ársins voru tæplega 44 þúsund, þar af um 33 þúsund virkir sjóðfélagar, en það eru þeir sem greiða iðgjöld með reglubundnum hætti.

Iðgjaldagreiðslur námu 9,6 milljörðum, sem er hækkun um 7,1% miðað við sama tíma í fyrra.

4,7 milljarðar í lífeyrisgreiðslur

Lífeyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á fyrri hluta ársins námu 4,7 milljörðum króna sem er hækkun um 10,8% frá sama tíma á fyrra ári. Lífeyrisþegar voru tæplega 13 þúsund og hefur þeim fjölgað um 7,1% frá fyrra ári. Útgreiddur lífeyrir skiptist þannig: Ævilangur lífeyrir 71%, örorkulífeyrir 21%, makalífeyrir 7% og barnalífeyrir 1%. Óverulegar breytingar urðu á þessu hlutfalli frá fyrra ári.

Inngreiðslur í séreign námu 247 milljónum króna og útgreiðslur voru 250 milljónir. Liðlega helmingur útgreiðslna er vegna tímabundinnar heimildar til úttektar séreignarsparnaðar.

Lánveitingar til sjóðfélaga námu 735 milljónum og jukust frá fyrra ári.

Fjárfest fyrir 58 milljarða

Fjárfestingar námu samtals 58.1 milljarði króna. Þar af námu fjárfestingar í innlendum skuldabréfum 29,4 milljörðum og í innlendum hlutabréfum 11,2 milljörðum. Aðrar fjárfestingar námu 17,5 milljörðum.

Eignasafn sjóðsins skiptist þannig í lok júní sl. að innlend skuldabréf námu 53% eigna, erlend verðbréf 27%, innlend hlutabréf 17% og bankainnstæður 3%.

Tölulegar upplýsingar eru óendurskoðaðar þar sem ársreikningur sjóðsins er endurskoðaður um áramót.