Lánaleiðrétting: umsóknarfrestur rennur út 1. september

18. ágú. 2014

Umsóknarfrestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur úr 1. september 2014. Sótt er um á vefnum leidrétting.is þar sem allar nánari upplýsingar koma fram. Niðurstöður útreikninga munu liggja fyrir eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Umsóknarfrestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur úr 1. september 2014

Sótt er um á vefnum leidrétting.is þar sem allar nánari upplýsingar koma fram.

Niðurstöður útreikninga munu liggja fyrir eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán.

Umsókn þarf að berast fyrir 1. september 2014 til að gilda frá launatímabilinu sem hefst 1. júlí 2014.

Umsóknir sem berast eftir 1. september 2014 taka gildi frá því að þær berast, og taka til launatímabila frá sama tíma.

Allar nánari upplýsingar ásamt umsókn má finna á vefnum leidrétting.is