Sterk staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

24. jún. 2014

Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur styrkst frá fyrra ári og er meðal þess besta sem gerist hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í Ársreikningabók lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið birti í dag. Heildarstaða sjóðsins er jákvæð sem nemur 0,9%, sem þýðir að styrkur hans til að standa við skuldbindingar sínar er góður og hefur aukist mikið undanfarin ár.

Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur styrkst frá fyrra ári og er meðal þess besta sem gerist hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í Ársreikningabók lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið birti í dag. Heildarstaða sjóðsins er jákvæð sem nemur 0,9%, sem þýðir að styrkur hans til að standa við skuldbindingar sínar er góður og hefur aukist mikið undanfarin ár.

Góð ávöxtun eigna

Batnandi staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skýrist einkum af góðri ávöxtun eigna, en hrein ávöxtun ársins 2013 var 10,2%, sem samsvarar 6,3% hreinni raunávöxtun. Heildareignir til greiðslu lífeyris voru í árslok 454 milljarðar króna.

Batnandi staða sjóða á almennum vinnumarkaði

Fram kemur hjá Fjármálaeftirlitinu að staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda, þ.e. sjóðanna á hinum almenna vinnumarkaði, hefur styrkst. Samanlögð tryggingarfræðileg staða þeirra er -68 milljarðar króna eða -2% af tryggingafræðilegri stöðu. Það er vel innan þeirra marka sem lífeyrissjóðalögin setja.

Sjóðir opinberra starfsmanna sér á báti

Staða sjóða með ábyrgð launagreiðenda, sem eru sjóðir opinberra starfsmanna, ríkis eða sveitarfélaga, er lítt breytt frá fyrra ári. Tryggingafræðileg staða þeirra er -596 milljarðar króna, eða -38%, sem launagreiðandi (ríki og/eða sveitarfélög) eru í ábyrgð fyrir.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins og í nýjustu ársskýrslu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna