Heimild til að greiða í séreignarsparnað hækkar úr 2% í 4%

3. jún. 2014

Heimild launafólks til að spara í séreignarsparnað, áður en skattur er reiknaður á laun, hækkar úr 2% í 4% þann 1. júlí 2014. Mótframlag launagreiðanda verður áfram óbreytt 2%.

Hjá þeim launþegum sem voru með 4% samning fyrir eiga iðgjöld að hækka sjálfkrafa en mælt er með því að haft sé samband við launagreiðanda til að tryggja að það gerist.

Heimild launafólks til að spara í séreignarsparnað, áður en skattur er reiknaður á laun, hækkar úr 2% í 4% þann 1. júlí 2014. Mótframlag launagreiðanda verður áfram óbreytt 2%.

Hjá þeim launþegum sem voru með 4% samning fyrir eiga iðgjöld að hækka sjálfkrafa en mælt er með því að haft sé samband við launagreiðanda til að tryggja að það gerist.

Þeir sem voru með 2% samning fyrir þurfa að gera nýjan samning og senda til sjóðsins. Þetta má gera á einfaldan og fljótlegan hátt með því að smella hér prenta út samninginn, undirrita hann og senda til sjóðsins skannaðan í tölvupósti, í faxi 580 4099 eða í bréfpósti. Einnig er hægt að koma í þjónustuver sjóðsins og fylla hann út.

Frá og með sama tíma verður mögulegt að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán en samkvæmt nýjum lögum geta einstaklingar greitt 500.000 krónur á ári í þrjú ár en hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði samsköttunar, geta greitt 750.000 á ári í þrjú ár, sjá nánar hér.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 580 4000, einnig má senda fyrirspurnir á netfangið skrifstofa@live.is