Úttekt KPMG á Brú II lokið

2. apr. 2014

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir sem eru hluthafar í BRÚ II og forráðamenn Thule Investments ákváðu á liðnu hausti að óháður þriðji aðili yrði fenginn til að gera úttekt á fjárfestingum Brúar II, framkvæmd þeirra, eftirliti, skattgreiðslum, hæfi stjórnenda, þóknunum og umbunum vegna þeirra efasemda sem fram höfðu komið opinberlega.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir sem eru hluthafar í BRÚ II og forráðamenn Thule Investments ákváðu á liðnu hausti að óháður þriðji aðili yrði fenginn til að gera úttekt á fjárfestingum Brúar II, framkvæmd þeirra, eftirliti, skattgreiðslum, hæfi stjórnenda, þóknunum og umbunum vegna þeirra efasemda sem fram höfðu komið opinberlega.  Jafnframt að niðurstaða þeirrar úttektar yrði gerð opinber. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG var fengið til að gera þessa úttekt sem nú liggur fyrir.

Í meginatriðum er niðurstaða úttektar KPMG sú að í rekstri Brúar II hafi verið farið að reglum og lögum. Ábendingar komu fram um nokkur atriði sem betur mættu fara og verður því fylgt eftir að úr verði bætt.

Skýrslu KPMG má sjá hér.