Vefflugan – nýtt vefrit um lífeyrismál

19. mar. 2014

Vefflugan er nýtt rafrænt fréttabréf um lífeyrismál og kom út í fyrsta sinn miðvikudaginn 19. mars 2014. Vefflugunni er ætlað að fljúga um veraldarvefinn og verður ekki gefin út á pappír. Hins vegar er hægt að prenta hana á venjulegum tölvuprentara ef menn t.d. vilja láta hana liggja frammi fyrir gesti og/eða viðskiptavini.

Vefflugan er nýtt rafrænt fréttabréf um lífeyrismál og kom út í fyrsta sinn miðvikudaginn 19. mars 2014. Vefflugunni er ætlað að fljúga um veraldarvefinn og verður ekki gefin út á pappír. Hins vegar er hægt að prenta hana á venjulegum tölvuprentara ef menn t.d. vilja láta hana liggja frammi fyrir gesti og/eða viðskiptavini.

Meðal efnis í fyrsta tölublaði Vefflugunnar er athyglisverð grein um „öldrunarsprenginguna“ sem framundan er, þ.e. mikla fjölgun fólks á lífeyrisaldri, 67 ára og eldra, langt umfram aðra aldurshópa í samfélaginu.

Viðtal er við Magnús L. Sveinsson fv. formann VR og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um þá víðtæku sátt sem náðist um að stofna til núverandi lífeyriskerfis í kjarasamningunum vorið 1969. „Ótrúlega algengt er að heyra fólk nú til dags tala um að réttindi til lífeyris eða atvinnuleysisbóta séu „bara sjálfsögð mannréttindi“. Það er alls ekki svo! Fyrir öllum réttindum þurfti láglaunafólk að berjast og kostaði stundum margra vikna verkföll til að ná þeim í gegn, sem oft vill gleymast þegar frá líður,“ segir Magnús meðal annars í viðtalinu.

Einnig er fjallað um gott ávöxtunarár lífeyrissjóðanna 2013 og um gildi séreignarsparnaðar, ekki síst fyrir ungt fólk.

Útgefandi Vefflugunnar er Landssamtök lífeyrissjóða.