Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins

14. mar. 2014

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur lagt fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar miða m.a. að einföldun framreikningsreglu, sem ætlað er að einfalda fyrir sjóðfélaga að átta sig á örorku- og makalífeyrisrétti. Einnig eru breytingar sem varða sérákvæði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna varðandi makalífeyrisréttindi, breytingar til samræmis við aðra lífeyrissjóði og loks breytingar sem varða form reglnanna en hafa ekki efnisbreytingu í för með sér. Tillögurnar verða kynntar á ársfundi sjóðsins mánudaginn 17. mars 2014.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur lagt fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar miða m.a. að einföldun framreikningsreglu, sem ætlað er að einfalda fyrir sjóðfélaga að átta sig á örorku- og makalífeyrisrétti. Einnig eru breytingar sem varða sérákvæði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna varðandi makalífeyrisréttindi, breytingar til samræmis við aðra lífeyrissjóði og loks breytingar sem varða form reglnanna en hafa ekki efnisbreytingu í för með sér. Tillögurnar verða kynntar á ársfundi sjóðsins mánudaginn 17. mars 2014. Skoða má allar breytingarnar hér á eftir.


SAMÞYKKTIR FYRIR LÍFEYRISSJÓÐ VERZLUNARMANNA

 

2. gr.
Hlutverk sjóðsins

 2.2.      Sjóðurinn starfar á grundvelli samkomulags Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Félags íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka Íslands, Samtaka iðnaðarins, Verslunarráðs Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands og samnings þessara aðila um lífeyrismál samkomulags aðildarsamtaka sjóðsins og samnings þeirra um lífeyrismál frá 30. desember 1996.

4. gr.
Aðild

 4.4.      Sjóðfélagi, sem gerist sjálfstæður atvinnurekandi á starfssviði sjóðsins getur haldið áfram aðild sinni að sjóðnum. Ennfremur er sjálfstæðum atvinnurekendum á starfssviði sjóðsins heimilt að sækja um aðild að sjóðnum. Sama á við um einstaklinga, er starfa á starfssviði sjóðsins og ekki byggja ráðningarbundin starfskjör sín á kjarasamningi.Sjálfstæðum atvinnurekendum og einstaklingum sem ekki byggja ráðningarbundin starfskjör sín á kjarasamningi er heimil aðild að sjóðnum.

5. gr.
Stjórn og framkvæmdastjóri forstjóri

5.1.      Stjórn sjóðsins skal skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir tilnefndir af þeim samtökum atvinnurekenda, sem að sjóðnum standa þannig: Félag atvinnurekendaíslenskra stórkaupmanna - FÍS  tilnefnira einn, Kaupmannasamtök Íslands tilnefna einn, Samtök iðnaðarins tilnefna einn að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins og Samtök atvinnulífsins tilnefna einn að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands. Jafnmargir varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.

5.3.      Um almennt hæfi stjórnarmanna til setu í stjórn lífeyrissjóðsins fer samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma, nú 1. til 4. mgr. 31. gr. laga nr. 129/1997, með síðari breytingum.Stjórnarmenn í lífeyrissjóði skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi, hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa í tengslum við atvinnurekstur fengið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld. Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi, í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Stjórnarmenn skulu jafnframt búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt.

5.4.      Stjórnin skiptir með sér verkum, þó þannig að fulltrúar atvinnurekenda og VR hafi á hendi formennsku til skiptis þrjú ár í senn. Stjórnin skal setja sér starfsreglur og halda gerðarbók, þar sem skráð skal það sem gerist á stjórnarfundum og skal hún undirrituð af þeim sem fundinn sitja. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef meirihluti stjórnarmanna er mættur eða varamenn í þeirra stað.

5.6.1.   Stjórn sjóðsins ræður framkvæmdastjóraforstjóra, ákveður laun hans og önnur starfskjör, veitir honum prókúruumboð og setur honum starfsreglur. Hann er ekki kjörgengur sem stjórnarmaður í sjóðnum. Stjórn sjóðsins ræður forstöðumann endurskoðunardeildar eða semur við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila til að annast innra eftirlit. Stjórnin ræður ennfremur löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til að annast endurskoðun hjá sjóðnum.

5.6.2.   FramkvæmdastjóriForstjóri annast daglegan rekstur sjóðsins og fer í því efni eftir ákvæðum laga og samþykkta sjóðsins og þeirri stefnu og fyrirmælum, sem stjórn sjóðsins hefur gefið. FramkvæmdastjóriForstjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. FramkvæmdastjóraForstjóra er óheimilt að taka þátt í atvinnurekstri nema að fengnu leyfi stjórnar.

5.6.3.   Daglegur rekstur sjóðsins tekur ekki til ráðstafana, sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóriforstjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn sjóðsins, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana hennar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi sjóðsins. Í slíkum tilvikum skal stjórn sjóðsins tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina. FramkvæmdastjóriForstjóri skal sjá um að bókhald sjóðsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna sjóðsins sé með tryggilegum hætti.

5.6.4.   FramkvæmdastjóraForstjóra ber að veita stjórn sjóðsins og endurskoðendum allar upplýsingar um hag og starfsemi sjóðsins, sem þeir óska.

5.7.      Stjórnarmaður eða framkvæmdastjóriforstjóri má ekki taka þátt í meðferð máls, ef hann hefur hagsmuna að gæta, sem kynnu að fara í bága við hagsmuni sjóðsins. Sama gildir ef um er að ræða ákvarðanir, sem tengjast fyrirtæki, þar sem stjórnarmaður kann að eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi, stjórnarmaður eða starfsmaður. Skylt er þeim, sem í hlut á, að upplýsa um aðstæður, sem valda kunna vanhæfi skv. framansögðu.

5.8.      Stjórn, framkvæmdastjóriforstjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd sjóðsins, mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna umfram aðra aðila eða á kostnað sjóðsins. Stjórnarmenn, framkvæmdastjóriforstjóri, og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur sjóðsins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í störfum sínum fyrir sjóðinn og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.

5.9.2.   Um almennt og Reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þeirra stjórnarmanna gilda með sama hætti um þá, sem sjóðurinn styður til stjórnarstarfa í einstökum félögum gilda reglur félagaréttar og sérreglur viðkomandi félaga.

5.9.3.   Um almennt hæfi þeirra gilda sömu reglur og um stjórnarmenn lífeyrissjóðsins sbr. 3. mgr. þessarar greinar.

6. gr.
Ársfundur

6.5.      Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins skriflega eigi síðar en viku fyrir ársfund.

8. gr.
Tryggingafræðileg athugun

8.1.      Ár hvert skal stjórn sjóðsins láta framkvæma tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins og meta framtíðarstöðu hans. Skal athugunin vera hluti af reikningsskilum sjóðsins ár hvert. Tryggingafræðileg athugun skal framkvæmd af tryggingafræðingi eða öðrum, sem hlotið hefur viðurkenningu til slíks starfs. Við athugunina skal höfð hliðsjón af ákvæðum IV. kafla reglugerðar nr. 391/1998. Athugunin skal send Fjármálaeftirlitinufyrir 1. júlí ár hvert.

9. gr.
Ráðstöfun fjármagns

9.2.      Sjóðfélagar skulu hafa forgangsrétt til lántöku úr sjóðnum. Ákveði sjóðstjórn að lána fé til atvinnufyrirtækja, skulu þau fyrirtæki, sem tryggja starfsfólk sitt hjá sjóðnum, hafa forgangsrétt til lántöku.

10. gr.
Iðgjöld

10.7.    Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum launþega eftir af launum hans og standa sjóðnum skil á þeim mánaðarlega ásamt eigin iðgjaldahluta. Jafnframt skal launagreiðandi senda sjóðnum skilagrein um iðgjöldin. Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar er 10. næsta mánaðar. Eigi greiðsla sér ekki stað innan þess mánaðar skal innheimta vanskilavexti á vangreidd iðgjöld frá gjalddaga til greiðsludags samkvæmt ákvæðum gildandi vaxtalagaIII. kafla vaxtalaga nr. 25/1987.Launagreiðanda og sjálfstæðum atvinnurekanda ber að tilkynna lífeyrissjóðnum ef honum ber ekki lengur að standa skil á iðgjaldi þar sem hann hefur hætt starfsemi eða launþegar hans hafa látið af störfum.

10.8.    Senda skal greiðandi sjóðfélögum a.m.k. tvisvar á ári yfirlit yfir greidd iðgjöld þeirra vegna. Yfirlitinu skal fylgja áskorun til sjóðfélaga að gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum. Sjóðurinn skal samtímis með opinberri auglýsingu skora á alla þá, sem telja sig hafa greitt iðgjöld til sjóðsins á viðkomandi tímabili, en ekki móttekið yfirlit, að gera sjóðnum án tafar viðvart um ætluð vanskil. Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits eða birtingu auglýsingar og sjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki, sem þau fást greidd. Sjóðurinn ber þó ekki ábyrgð á réttindum þeirra iðgjalda sem glatast við gjaldþrot og Ábyrgðarsjóður launa ber ekki ábyrgð á skv. 6. gr. laga nr. 53/1993.

 Sjóðurinn skal ennfremur eigi sjaldnar en einu sinni á ári senda hverjum greiðandi sjóðfélaga samhliða greiðsluyfirliti og, einnig þeim sem náð hafa ellilífeyrisaldri, upplýsingar um áunnin og væntanleg réttindi hans, um rekstur og fjárhagsstöðu sjóðsins, helstu niðurstöður tryggingafræðilegrar úttektar og breytingar á samþykktum þessum.

Lífeyrissjóðnum er heimilt að skila yfirlitum samkvæmt grein þessari með rafrænum hætti til sjóðfélaga óski sjóðfélagi eftir því. Yfirlit skulu þá aðgengileg sjóðfélaga á sjóðfélagavef sjóðsins.

11. gr.
Grundvöllur lífeyrisréttinda

11.2.    Reikna skal nýjar réttindatöflur árlega miðað við nýjustu upplýsingar um dánar- og örorkulíkur sem koma fram í töflum útgefnum af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga, sbr. 14. til og með 17. gr. reglugerðar nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Gefi nýju réttindatöflurnar niðurstöðu sem breytir framtíðarskuldbindingum sjóðsins um meira en 1% þá skulu nýju töflurnar taka gildi frá og með næstu áramótum þaðan í frá. Tryggingastærðfræðingur sjóðsins skal gera tillögu til stjórnar um nýjar réttindatöflur að teknu tilliti til framtíðarstöðu sjóðsins. Hann skal jafnframt gera tillögu um nýjar réttindatöflur þegar núvirði iðgjalda, sem rennur til lífeyrisréttinda samkvæmt aldursháðri réttindatöflu, verður meira en 5% umfram eða undir núvirði aldursháðra framtíðarréttinda. Slíkar breytingar skulu kynntar aðildarsamtökum sjóðsins svo og á ársfundi hans.

11.8.    Iðgjald sem berst umfram viðmiðunariðgjald samkvæmt. gr. 11.5. myndar aldurstengd réttindi samkvæmt töflu I í viðauka.

11.17.  Við framreikning réttinda, að uppfylltum skilyrðum þar að lútandi, skal við útreikning maka- eða örorkulífeyris reikna 10 ár, en síðan til 65 ára aldurs að fullu réttindi þeirra 30 ára sem sjóðfélaginn greiddi hæst iðgjöld (umreiknuð með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) en að hálfu réttindi annarra ára. Aldrei skal þó miða við minni réttindi en áunnin eru, sbr., gr. 11.12.Við framreikning réttinda, að uppfylltum skilyrðum þar að lútandi skv. gr. 13.5.,skal við útreikning maka- eða örorkulífeyris framreikna með meðaltali árlegra iðgjaldagreiðslna þriggja almanaksára fyrir orkutap eða andlát. Nemi meðaliðgjaldið hærri fjárhæð en  800.000 kr. skal framreikna með meðaliðgjaldinu í allt10 ár, en síðan til 65 ára aldurs með 800.000 kr. iðgjöldum á ári að viðbættum helmingi þess meðaliðgjalds sem umfram er.

11.19.  Réttur til elli-, örorku- og makalífeyris fellur ekki niður þótt sjóðfélagi hætti iðgjaldagreiðslu. Rétturinn miðast þá einungis við áunnin réttindi, sbr. þó gr. 11.17og 13.11..

12. gr.
Ellilífeyrir

12.5.        Haldi sjóðfélagi áfram að ávinna sér réttindi eftir að hann hefur töku ellilífeyris við 67 ára aldur eða síðar skulu þau reiknuð skv. töflu IV í viðauka. Við 70 ára aldur sjóðfélagans skal lífeyrir hans endurskoðaður með tilliti til þessara réttinda. Hafi sjóðfélagi hafið töku lífeyris fyrir 67 ára aldur, og greiðir áfram iðgjöld til sjóðsins, skal endurskoða lífeyri hans á sama hátt við 67 ára aldur og síðan aftur við 70 ára aldur.

12.9     Hefji sjóðfélagi töku ellilífeyris fyrir 67 ára aldur er sú ákvörðun endanleg. Réttur til örorkulífeyris fellur því niður frá þeim tíma er greiðsla ellilífeyris hefst.

 13. gr.
Örorkulífeyrir

 13.2.    Örorkulífeyrir er greiddur ef sjóðfélagi er metinn a.m.k. 50% varanlegur öryrki af trúnaðarlækni sjóðsins. Hundraðshluta orkutaps og tímasetningu þess skal ákvarða að fengnum upplýsingum um heilsufarssögu og starfsorku sjóðfélagans aftur í tímann.Heimilt er sjóðnum að leggja örorkumat tryggingayfirlæknis til grundvallar örorkulífeyri. Örorku skal meta á þriggja ára fresti eða oftar eftir mati trúnaðarlæknis.að mati stjórnar sjóðsins.

 13.5.   2. mgr.     Við framreikning réttinda skal, auk áunninna réttinda, miða við þau réttindi, sem sjóðfélaginn hefði áunnið sér til 65 ára aldurs miðað við meðaltal réttinda hans næstu þrjú almanaksár fyrir orkutapið sbr. gr. 11.17.

13.6.        Reynist þriggja ára meðaltal sjóðfélagans samkvæmt gr. 13.5. óhagstætt vegna sjúkdóma eða atvinnuleysis, er stjórn sjóðsins heimilt að leggja til grundvallar meðaltal réttinda átta almanaksára fyrir orkutapiðfleiri ára aftur í tímann og sleppa því almanaksári, sem lakast er sem og því almanaksári sem hagstæðast er. Hafi sjóðfélagi greitt iðgjöld í skemmri tíma en átta ár fyrir orkutapið skal reikna út frá viðkomandi árafjölda. Hafi sjóðfélagi haft skerta almenna starfsorku fyrir þann tíma, er hann hóf iðgjaldagreiðslur til sjóðsins og meta má þá starfsorkuskerðingu 50% eða meiri, skal reikna meðaltal réttinda hans öll þau almanaksár, sem hann hefur greitt iðgjöld. Skal miða framreikning við þetta meðaltal.

13.7.        Nú hafa iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga til lífeyrissjóða verið svo stopular að þær hafa fallið niður eða verið innan við 80.000 kr. á ári fleiri en eitt almanaksár eftir lok þess árs er sjóðfélagi náði 25 ára aldri og það stafar af undanskoti frá greiðsluskyldu til lífeyrissjóða, skal þá framreikningstími styttur í hlutfallinu milli fjölda almanaksára sem árleg iðgjöld hafa verið undir 80.000 kr. og fjölda almanaksára frá 25 ára aldri fram til orkutaps.

13.9.    Ekki er greiddur örorkulífeyrir, ef orkutap skv. gr. 13.2. hefur varað skemur en í sex mánuði. Örorkulífeyrir greiðist ekki fyrstu þrjá mánuði frá orkutapi nésamhliða launum eða greiðslum frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

13.13.  Skylt er sjóðfélaga, sem sækir um örorkulífeyri eða nýtur hans, að láta stjórn sjóðsins í té allar upplýsingar um heilsufar sitt og tekjur, sem nauðsynlegar eru, til þess að dæma um rétt hans til örorkulífeyris.Þá er örorkulífeyrisþegum skylt að upplýsa sjóðinn um breytingar á högum sínum að því marki sem þær kunna að hafa áhrif á rétt til greiðslu lífeyris eða fjárhæð hans, svo sem er varðar heilsufar eða tekjur.

13.14.  Örorkulífeyrir fellur í síðasta lagi niður við 67 ára aldur eða fyrrog eins ef starfsorka eykst eða tekjur aukast þannig að skilyrðum gr. 13.11.er ekki lengur fullnægt. Ellilífeyrir skal þá ákveðinn þannig, að auk áunninna réttinda skal reikna að þeim hluta, er hundraðshluti örorku á hverjum tíma segir til um, réttindi, sem við úrskurðun örorkulífeyris voru reiknuð sjóðfélaganum fram til 65 ára aldurs í samræmi við gr. 13.5.

 14. gr.
Makalífeyrir

14.4.    Ef maki sjóðfélaga er að minnsta kosti 50% öryrki og yngri en 65 ára hlýtur hann lífeyri úr sjóðnum, þó eigi lengur en til 67 ára aldurs, sem er sami hundraðshluti af makalífeyri samkvæmt gr. 14.7. og orkutap hans er metið en þó ekki lægri fjárhæð en sem nemur 60% af áunnum örorkulífeyri sjóðfélagans við andlát miðað við 100% örorku. Örorku skal meta á þriggja ára fresti eða eftir mati trúnaðarlæknis.

Örorku skal meta á þriggja ára fresti af trúnaðarlækni sjóðsins eða tryggingayfirlækni.

14.6.    Maki sjóðfélaga getur þó ávallt valið um hvort hann fær greiddan makalífeyri skv. ákvæðum gr. 14.2. - 14.5. eða fái greiddan makalífeyri, sem jafngildir þeim verðbættu iðgjöldum, sem greidd hafa verið vegna sjóðfélaganstil og með iðgjaldsmánuðinum desember 2014, en að frádregnum verðbættum örorku- eða ellilífeyri sem sjóðfélaginn kann að hafa notið. Mánaðafjöldinn, sem greiða skal makanum lífeyri samkvæmt þessari aðferð, fæst með því að deila í verðmæti iðgjaldanna, að frádregnum lífeyri sjóðfélagans, með makalífeyri skv. ákvæðum gr. 14.2. - 14.5.

16. gr.
Tilhögun lífeyrisgreiðslna

 16.4.    Örorku- og makalLífeyri skal ekki greiða lengur aftur í tímann en tvö ár frá því að umsókn barst sjóðnum.Greiðslur samkvæmt þessu ákvæði skulu vera á verðlagi hvers tíma. Vextir greiðast ekki á lífeyrisgreiðslur.

            Ellilífeyrir er greiddur eftir að umsókn berst til sjóðsins og greiðist ekki aftur í tímann. Hafi ekki borist umsókn um ellilífeyri við 70 ára aldur sjóðfélaga skal senda bréf til sjóðfélaga með upplýsingum um lífeyrisrétt.

 16.7.        Heimilt er að greiða sjóðfélaga út lífeyri í formi eingreiðslu þegar samtala árlegra lífeyrisgreiðslna er lægri en tiltekin fjárhæð. Um  í samræmi við heimild til eingreiðslu fer eftir samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða á hverjum tíma. Nú nær lífeyrisgreiðsla ekki 2.500 kr. á mánuði og ekki er fyrirsjáanleg sameining við önnur réttindi, þá er stjórn sjóðsins heimilt að inna greiðsluna af hendi í einu lagi í samræmi við útreikninga tryggingafræðings.

 23. gr.
Breytingar á samþykktunum

23.4.    Stjórn sjóðsins er heimilt að gera breytingar á samþykktum þessum án þess að bera þær undir aðildarsamtök sjóðsins, ef þær leiða af ófrávíkjanlegum ákvæðum laga eða reglugerða. Breytingar sem gerðar eru með heimild í þessu ákvæði skulu kynntar á næsta ársfundi sjóðsins.

 24. gr.
Gildistaka

 24.1.    Samþykktir þessar gilda frá og með 1. janúar 2015, að fenginni staðfestingu fjármálaráðherra og koma í stað eldri samþykkta frá 1. júlí 2006, með áorðnum breytingum. Hafi ráðherra ekki staðfest samþykktabreytingarnar fyrir 1. janúar 2015 öðlast breytingarnar gildi 1. dag næsta almanaks-mánaðar eftir staðfestingu ráðherra.

 

Reykjavík 6. febrúar 2014