Hækkun frádráttarbærs iðgjalds í séreignarsjóð flýtt um hálft ár

6. jan. 2014

Frádráttarbært iðgjald launþega í viðbótarlífeyrissparnað má að nýju verða allt að 4% af launum þann 1. júlí næstkomandi. Alþingi ákvað þetta með lagabreytingu undir lok haustþings, en að óbreyttu hefði hámark frádráttarbærs iðgjalds áfram verið 2% til ársloka.

Frádráttarbært iðgjald launþega í viðbótarlífeyrissparnað má að nýju verða allt að 4% af launum þann 1. júlí næstkomandi. Alþingi ákvað þetta með lagabreytingu undir lok haustþings, en að óbreyttu hefði hámark frádráttarbærs iðgjalds áfram verið 2% til ársloka.

Heimild til að draga iðgjöld launþega frá tekjuskattstofni lækkaði í 2% í stað 4% áður í byrjun árs 2012 samkvæmt ákvæði til bráðabirgða sem gilda átti út árið 2014. Alþingi hefur nú stytt þennan tíma, sem bráðabirgðaákvæðið segir til um og má því á ný leggja 4% frádráttarbært iðgjald launþega í viðbótarlífeyrissparnað frá og með 1. júlí 2014, en eins og áður ber launagreiðanda að greiða 2% mótframlag samkvæmt kjarasamningi.