Lífeyrisgáttin kynnt á opnu húsi 5. nóvember

4. nóv. 2013

Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður sjóðfélögum sínum á opið hús þriðjudaginn 5. nóvember. Þá kynnum við Lífeyrisgáttina, nýja leið til að sjá öll lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum á einum stað, með lítilli fyrirhöfn.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður sjóðfélögum sínum á opið hús þriðjudaginn 5. nóvember. Þá kynnum við Lífeyrisgáttina, nýja leið til að sjá öll lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum á einum stað, með lítilli fyrirhöfn.

Af þessu tilefni höfum við opið lengur, til kl. 18:00, bjóðum upp á léttar kaffiveitingar og ráðgjafar sjóðsins taka á móti sjóðfélögum og veita upplýsingar um Lífeyrisgáttina og annað sem gesti vantar að vita um lífeyrismál.