Nýjar starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjóra

1. okt. 2013

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýjar starfsreglur fyrir stjórn og framkvæmdastjóra. Reglurnar skilgreina hlutverk sjóðsins og starfshætti bæði stjórnar og framkvæmdastjóra í samræmi við þau lög og þær reglur sem gilda í landinu og í samræmi við góða og viðurkennda stjórnarhætti.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýjar starfsreglur fyrir stjórn og framkvæmdastjóra. Reglurnar skilgreina hlutverk sjóðsins og starfshætti bæði stjórnar og framkvæmdastjóra í samræmi við þau lög og þær reglur sem gilda í landinu og í samræmi við góða og viðurkennda stjórnarhætti.

Góðir stjórnarhættir eru mikilvægur þáttur í rekstri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þær reglur sem gilda um starfshætti stjórnar og framkvæmdastjóra þurfa því að vera í góðu samræmi við lög og þau viðmið sem gilda um slíkar reglur á hverjum tíma. Reglurnar eru aðgengilegar sjóðfélögum hér á vef sjóðsins.