Bryndís lætur af formennsku

5. sep. 2013

Bryndís Hlöðversdóttir hefur látið af formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún hefur verið ráðin starfsmannastjóri Landspítala og óskaði  um leið eftir lausn frá formennsku stjórnar lífeyrissjóðsins og stjórnarsetu.

Bryndís Hlöðversdóttir hefur látið af formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún hefur verið ráðin starfsmannastjóri Landspítala og óskaði  um leið eftir lausn frá formennsku stjórnar lífeyrissjóðsins og stjórnarsetu.

Bryndis, sem var fulltrúi VR í stjórninni, tók við formennsku á vordögum. Starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna þakkar Bryndísi Hlöðversdóttur samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Helgi Magnússon, varaformaður stjórnarinnar, gegnir formennsku þar til nýr formaður hefur verið skipaður.