Góð tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

15. júl. 2013

Nýverið birti Fjármálaeftirlitið ársreikningabók lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Þar kemur fram að tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er með því besta sem gerist meðal lífeyrissjóða. 

Nýverið birti Fjármálaeftirlitið ársreikningabók lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Þar kemur fram að tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er með því besta sem gerist meðal lífeyrissjóða. 

Þá hefur tryggingafræðileg staða sjóðsins farið batnandi undanfarin ár. Þannig voru hreinar eignir umfram heildarskuldbindingar -0,4% árið 2012, samanborið við -2,3% árið 2011 og -3,4% árið 2010. Batnandi staða skýrist m.a. af ávöxtun eigna sjóðsins. 


Tryggingafræðileg úttekt byggir á mörgum forsendum sem geta þróast með mismunandi hætti til lengri tíma litið. Nánari upplýsingar er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins og í nýjustu ársskýrslu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna