Bryndís Hlöðversdóttir nýr formaður stjórnar

16. maí 2013

Bryndís Hlöðversdóttir var kjörin formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á fyrsta fundi stjórnarinnar í dag, fimmtudaginn 16. maí 2013. Fráfarandi formaður, Helgi Magnússon, var kjörinn varaformaður. Bryndis er kjörin í stjórnina af VR, Helgi er tilnefndur af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins.

Bryndís Hlöðversdóttir var kjörin formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á fyrsta fundi stjórnarinnar í dag, fimmtudaginn 16. maí 2013. Fráfarandi formaður, Helgi Magnússon, var kjörinn varaformaður. Bryndis er kjörin í stjórnina af VR, Helgi er tilnefndur af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var haldinn í dag, en stjórnin var skipuð á vordögum til þriggja ára, í samræmi við samþykktir sjóðsins. Rennur kjörtímabil hennar út í lok febrúar 2016.

Stjórnin er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir af þeim samtökum atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, en þau eru: Kaupmannasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands.

Stjórn sjóðsins

Kjörin af VR:

  • Bryndís Hlöðversdóttir formaður
  • Birgir M. Guðmundsson
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson
  • Ásta R. Jónasdóttir

Tilnefningar atvinnurekenda:

  • Helgi Magnússon varaformaður
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Benedikt Kristjánsson
  • Birgir Bjarnason