Ný stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

29. apr. 2013

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er skipuð á þriggja ára fresti, samkvæmt samþykktum sjóðsins. Kjörtímabil fráfarandi stjórnar rann út nú í vor og hefur verið skipað í stjórnina á ný.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er skipuð á þriggja ára fresti, samkvæmt samþykktum sjóðsins. Kjörtímabil fráfarandi stjórnar rann út nú í vor og hefur verið skipað í stjórnina á ný.

Stjórnin er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir af þeim samtökum atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, en þau eru: Kaupmannasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands.

Kjörtímabil stjórnarinnar er til loka febrúar 2016. Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta fundi sínum.

Stjórn sjóðsins

Kjörin af VR:

  • Birgir M. Guðmundsson
  • Bryndís Hlöðversdóttir
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson
  • Ásta R. Jónasdóttir

Tilnefningar atvinnurekenda:

  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Benedikt Kristjánsson
  • Birgir Bjarnason
  • Helgi Magnússon

Ásta R. Jónasdóttir, Birgir M. Guðmundsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson kjörin af VR, Benedikt Kristjánsson tilnefndur af Kaupmannasamtökum Íslands, Birgir Bjarnason tilnefndur af Félagi atvinnurekenda, Anna G. Sverrisdóttir tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands og Helgi Magnússon tilnefndur af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins.

Stjórnin ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins samkvæmt ákvæðum samþykkta lífeyrissjóðsins undirrituðum af þeim samtökum sem að sjóðnum standa og staðfestum af fjármálaráðuneytinu.

Meðal þess sem stjórnin fjallar um á fundum sínum eru breytingar á samþykktum, lánareglur, mótun fjárfestinga- og hluthafastefnu, fjárhagsáætlanir og kynningarmál.