Engar viðræður um kaup á bönkunum

28. mar. 2013

Undanfarið hefur verið fullyrt, meðal annars í fjölmiðlum, að lífeyrissjóðir landsins eigi í viðræðum um kaup á Íslandsbanka og Arion banka. Af því tilefni sendu Landssamtök lífeyrissjóða frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu.
Fréttatilkynning frá Landssamtökum lífeyrissjóða 28. mars 2013.

Af gefnu tilefni vilja Landssamtök lífeyrissjóða taka fram að samtökin og einstakir lífeyrissjóðir hafa ekki verið í viðræðum við fulltrúa erlendra kröfuhafa eða slitastjórnir gömlu bankanna um kaup á Íslandsbanka eða Arion banka eins og getgátur hafa verið um í nokkrum fjölmiðlum.
Lífeyrissjóðir ávaxta eignir sínar með hagsmuni sjóðfélaga sinna að leiðarljósi. Af hálfu sjóðanna gæti komið til greina að skoða möguleg kaup á hluta af eignum búanna ef hagstæð kjör bjóðast. Slíkt mundi hins vegar krefjast vandaðs undirbúnings og víðtæk sátt þyrfti að ríkja um málið.