Raunávöxtun 8,5% árið 2012

16. feb. 2013

Árið 2012 var um margt hagfellt fyrir rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ávöxtun eigna var góð eða 13,4% sem svarar til 8,5% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun síðast liðin 10 ára nam 3,9%. Fjárfestingartækifærum fjölgaði á árinu og innlendur hlutabréfamarkaður efldist. Gjaldeyrishöft hamla þó enn nokkuð uppbyggingu og setja mark sitt á starfsemi sjóða eins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Árið 2012 var um margt hagfellt fyrir rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ávöxtun eigna var góð eða 13,4% sem svarar til 8,5% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun síðast liðin 10 ára nam 3,9%. Fjárfestingartækifærum fjölgaði á árinu og innlendur hlutabréfamarkaður efldist. Gjaldeyrishöft hamla þó enn nokkuð uppbyggingu og setja mark sitt á starfsemi sjóða eins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Eignir yfir 400 milljarðar

Í lok ársins voru eignir um 402 milljarðar samanborið við 345 milljarða árið áður. Eignir jukust þannig um rúma 56 milljarða á árinu.


Góð dreifing eigna

Áhættudreifing eignasafns sjóðsins er góð og samsetning þess traust. Þannig er um 28% af eignum sjóðsins í dreifðu safni erlendra verðbréfa, 29% í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum, 10% í safni sjóðfélagalána og 9% í bankainnstæðum. Innlend hlutabréfaeign jókst nokkuð á árinu og nemur nú um 12% af eignum sjóðsins. Önnur skuldabréf eru samtals 12% af eignum.


Tryggingafræðileg staða sterk

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðsins hefur batnað undanfarin ár. Um nýliðin áramót var hún metin -0,4% samanborið við -2,3% árið 2011 og -3,4% árið 2010. Staða sjóðsins í þessu tilliti kallar því ekki á breytingar á lífeyrisgreiðslum.

Lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga um átta milljarðar á ári

Meginhlutverk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að greiða lífeyri til sjóðfélaga á grundvelli réttinda sem þeir ávinna sér með greiðslu iðgjalda til sjóðsins. Á liðnu ári greiddu rúmlega 48 þúsund sjóðfélagar til sjóðsins en alls eiga um 147 þúsund manns réttindi hjá sjóðnum.

Mikill meirihluti sjóðfélaga er enn að byggja upp réttindi sín til lífeyris. Því eru inngreidd iðgjöld enn talsvert hærri fjárhæð en útgreiddur lífeyrir.


Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um rekstur sjóðsins má m.a. finna í árlegri auglýsingu um starfsemi og afkomu sjóðsins. Á vef sjóðsins, www.live.is, er einnig að finna fleiri og ítarlegri upplýsingar um starfsemina, bæði hvað varðar eignir hans og lífeyrisréttindi. Í því sambandi er m.a. bent á vefritið Yfirsýn sem gefið er út á vef sjóðsins.


Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna  haldinn á Grand hótel Reykjavík, mánudaginn 18. mars og hefst klukkan 18:00