Yfirlýsing vegna fréttar Ríkisútvarpsins 26. sept. 2012

26. sep. 2012

Það hefur legið fyrir lengi að  til átaka kæmi fyrir dómstólum milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og þrotabús Glitnis vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum frá árinu 2008.

Það hefur legið fyrir lengi að  til átaka kæmi fyrir dómstólum milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og þrotabús Glitnis vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum frá árinu 2008.

Þann 27. janúar á þessu ári tilkynnti stjórn sjóðsins að hún hefði falið hæstaréttarlögmönnum að hefja þegar undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum á hendur slitastjórnum. Sá undirbúningur hefur staðið yfir síðan.
Ágreiningur hefur verið frá falli bankanna um uppgjör gjaldmiðlavarnasamninganna og ber mikið í milli slitastjórnar Glitnis og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um fjárhæðir. Sjóðurinn gjaldfærði þegar á árinu 2008 þær fjárhæðir sem  hann telur að séu réttmætar og hefur frá þeim tíma gjaldfært vexti vegna þeirra á hverju ári.

Ekki hefur tekist að ná samkomulagi við slitastjórn Glitnis um sanngjarna niðurstöðu og því stefnir í að dómstólar skeri úr um ágreining.

F.h. Lífeyrissjóð verzlunarmanna
Helgi Magnússon, formaður stjórnar

Eftirfarandi fréttir hafa verið birtar á vef Lífeyrissjóðsins um þetta mál á árinu:

Frétt frá 27. janúar 2012

Frétt frá 4. febrúar 2012