Sívaxandi hlutfall lífeyris kemur frá lífeyrissjóðunum

25. maí 2012

Skerðing ellilífeyris frá Tryggingastofnun vegna lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum, svokölluð tekjutenging, hefur verið til umræðu um nokkurt skeið, ekki síst eftir að Ásmundur Stefánsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýndi harðlega þessa tekjutengingu á ráðstefnu um lífeyrismál á dögunum. Hér á eftir verður sýnt hvernig tekjutengingin hefur leitt til þess að hlutfall lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun hefur stöðugt lækkað, en á sama tíma hefur vægi lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðunum.

Skerðing ellilífeyris frá Tryggingastofnun vegna lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum, svokölluð tekjutenging, hefur verið til umræðu um nokkurt skeið, ekki síst eftir að Ásmundur Stefánsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýndi harðlega þessa tekjutengingu á ráðstefnu um lífeyrismál á dögunum. Hér á eftir verður sýnt hvernig tekjutengingin hefur leitt til þess að hlutfall lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun hefur stöðugt lækkað, en á sama tíma hefur vægi lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðunum aukist.

 Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is   segir frá erindi Ásmundar, þar kemur meðal annars þetta fram: „Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ, segist ekki hafa haft hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að stjórnvöld myndu ganga svo langt í tekjutengingu ellilífeyris eins og þau hafa gert. Það skipti í dag engu máli hvort verkakona á lágmarkslaunum hefði greitt í lífeyrissjóð eða ekki. Hún væri jafnsett.”

Ásmundur gagnrýndi einnig hvernig aldraðir á hjúkrunarheimilum þyrftu að greiða nær allar sínar lífeyristekjur, hafi þeir slíkar tekjur, í dvalarkostnað og kynnti meðal annars útreikninga á því hvað samfélagið væri að greiða mikið fyrir þjónustu við aldraða og hvað aldraðir væru að greiða mikið til þess með sköttum sínum. “Niðurstaða hans var að aldraðir fjármögnuðu sjálfir útgjöld vegna lífeyris og hjúkrunarheimila. Samfélagið greiddi ekkert til þessara verkefna. Ásmundur gagnrýndi samtök aldraðra fyrir að standa ekki upp í hárinu á stjórnvöldum í þessu máli” segir í frétt mbl.is.

Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða þróun lífeyrisgreiðslna undanfarin ár. Á þessu súluriti sést einkar vel hvernig lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðunum hafa farið stöðugt vaxandi á sama tíma og ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun hafa dregist saman í samanburði.

 Heildargreidslur-lifeyris

 Þetta þýðir að lífeyrisgreiðslur til almennings koma að vaxandi hluta úr eigin sjóðum almennings, lífeyrissjóðunum, og eru að minnkandi hluta háðar skattgreiðslum í ríkissjóð. Á það verður einnig að benda, að meiri eða minni tekjutenging lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun er að öllu leyti háð ákvörðun löggjafans, Alþingis, og er því að engu leyti í valdi lífeyrissjóðanna.

Samanlagðar lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar og lífeyrissjóðanna fyrsta árið sem sést á súluritinu eru 27,2 milljarðar króna, á verðlagi þess árs. Þar af komu 45,6% frá lífeyrissjóðunum.

Á árinu 2001 er hlutur lífeyrissjóðanna orðinn meiri en helmingur heildarlífeyrisgreiðslnanna og á árinu 2010 greiða lífeyrissjóðirnir 58,7% heildargreiðslnanna, eða 65 milljarða króna af 110,7 milljörðum í heild.

Í þessum tölum er ekki reiknað með útgreiðslu séreignarsparnaðar, samkvæmt sérstakri lagaheimild á árunum 2009 og 2010, en hún nam um 9 milljörðum 2009 og rúmum 6 milljörðum 2010.

Greiðslur Tryggingastofnunar í lífeyristryggingar og greiðslur  lífeyris úr lífeyrissjóðum, milljarðar króna, verðlag hvers árs.

Ár         
 TR        
Allir sjóðir
 Allir sjóðir
án gr. séreignar *
Lífeyrissj.verzl.m
 Lífeyrissj. verzl.m.
án gr. séreignar*
2010
 45,7  71,2 64,9
 6,8  6,5
 2009
 46,3  75,7  66,6  6,9  6,4
 2008  43,6  54,0    5,0  
 2007  37,9  45,9    4,1  
 2006  33,1  40,1    3,5  
 2005  30,9  34,9    3,0  
 2004  29,2  31,2    2,6  
 2003  26,1  28,7
   2,4  
 2002  22,2  25,8    2,1  
 2001  19,9  22,2    1,8  
 2000  20,1  18,9    1,6  
 1999  17,5  16,3    1,3  
1998
 16,1  14,4    1,2  
 1997  14,8  12,4    1,0  
*Séreignarsparnaður greiddur