Góð útkoma í VR könnun

11. maí 2012

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í 50. sæti í niðurstöðum VR könnunarinnar um fyrirtæki ársins 2012 í flokki meðalstórra fyrirtækja. Heildareinkunn Lífeyrissjóðsins er 4,131 af 5,0 mögulegum.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í 50. sæti í niðurstöðum VR könnunarinnar um fyrirtæki ársins 2012 í flokki meðalstórra fyrirtækja. Heildareinkunn Lífeyrissjóðsins er 4,131 af 5,0 mögulegum. VR könnunin 2012 er frábrugðin fyrri könnunum að því leyti að fyrirtækjum er nú skipt í þrjá flokka í stað tveggja áður. Þótt árangurinn sé af þeim sökum ekki að öllu leyti sambærilegur er engu að síður ljóst að niðurstaðan er mjög góð og betri en undanfarin ár. Hafa ber í huga að svarhlutfall starfsfólks Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er með því hæsta sem gerist. Þessi árangur endurspeglar markvisst starf við að bæta þjónustu við sjóðfélaga, bæta og efla starfsanda á vinnustaðnum og efla upplýsingagjöf, jafnt til starfsfólks sem og til sjóðfélaga. Hægt er að skoða könnunina í einstökum atriðum á vef VR.