Sjóðfélagayfirlit send sjóðfélögum

3. apr. 2012

Sjóðfélagayfirlitin berast nú í þessari viku og þeirri næstu öllum greiðandi sjóðfélögum. Þar geta sjóðfélagar séð stöðu sína hjá sjóðnum og áætlaðar lífeyrisgreiðslur miðað við þau iðgjöld sem sjóðnum hafa borist vegna þeirra.

Sjóðfélagayfirlitin berast nú í þessari viku og þeirri næstu öllum greiðandi sjóðfélögum. Þar geta sjóðfélagar séð stöðu sína hjá sjóðnum og áætlaðar lífeyrisgreiðslur miðað við þau iðgjöld sem sjóðnum hafa borist vegna þeirra.

Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á sjóðfélagayfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum. Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks sjóðsins við lausn málsins.

Athugið að ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina janúar og febrúar 2012 vanti á yfirlitið vegna þess greiðslufrests sem fyrirtækin hafa til greiðslu iðgjalda.