Heimild til úttektar á séreignarsparnaði

9. feb. 2012

Með lögum nr. 164/2011 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við.

Með lögum nr. 164/2011 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við.

Nánari upplýsingar um sérstaka heimild til úttektar séreignarsparnaðar:

 • Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að 6.250.000 kr. á 15 mánuðum eða 416.677 kr. á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 6.250.000 kr. er að ræða.
 • Inneignin sem hægt er að taka út miðast við stöðuna 1. janúar 2012, þó aldrei hærri upphæð en 6.250.000 kr.
 • Sérstök heimild til úttektar séreignarsparnaðar nær ekki til greiðslna sem berast í sjóðinn eftir 1. janúar 2012.
 • Greiðslur sem greiddar hafa verið samkvæmt eldri heimildum dragast frá heildarfjárhæð sem heimilt er að greiða út.
 • Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild og vilja gera breytingar í samræmi við nýja heimild þurfa að sækja um breytt greiðslufyrirkomulag með nýrri umsókn. Umsóknarfrestur rann út 1. október 2012.
 • Greiddur er tekjuskattur af fjárhæðinni. Nánar um tekjuskatt
 • Það er á ábyrgð sjóðfélaga að upplýsa sjóðinn um í hvaða skattþrepi skattgreiðsla á að vera.
 • Útgreiðslur séreignarsparnaðar skulu hefjast eigi síðar en einum mánuði eftir að fullnægjandi umsókn berst vörsluaðila og greiðast mánaðarlega.
 • Vörsluaðilar, svo sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna, þurfa samþykki ríkisskattstjóra áður en útgreiðsla getur hafist.
 • Heimild til úttektar gildir til 1. október 2012 þ.e. síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 30. september 2012.
 • Sjóðfélagi getur afturkallað beiðni um útborgun á útgreiðslutímabilinu
 • Útgreiðsla séreignarsparnaðar samkvæmt ákvæði þessu hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan ekki áhrif á greiðslu húsaleigubóta skv. 9. gr. laga um húsaleigubætur, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta skv. 68. gr. laga um tekjuskatt, atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. 22. gr. laga nr. 22/2006.

 Greiðslutilhögun:

 • Greitt er úr séreignardeild síðasta virka dag hvers mánaðar.
 • Skila þarf inn skriflegri umsókn um útgreiðslu. Umsóknarfrestur rann út 1. október 2012.
 • Rafræn umsókn
 • Umsókn þarf að berast fyrir 20. dag útgreiðslumánaðar.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna innheimtir ekki gjald vegna útgreiðslu úr séreignardeild þrátt fyrir heimild í reglugerð.

Upplýsingar um eldri heimild.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri sjóðsins, Húsi verzlunarinnar, Kringlunni 7, 5. hæð, í síma 580 4000 eða með því að senda tölvupóst á póstfangið: skrifstofa@live.is.