Ávöxtun innlendrar hlutabréfaeignar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

8. feb. 2012

Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) eru ávaxtaðar í dreifðu safni innlendra og erlendra verðbréfa sem og í innlánum. Það liggur í eðli starfsemi sjóðsins að hann er langtímafjárfestir, enda eru skuldbindingar hans við sjóðfélaga til langs tíma. Frá árinu 1980 hefur LV stundað virka eignastýringu með innlend hlutabréf. Framanaf voru viðskiptin lítil eins og gefur að skilja en aukast eftir 1990 og fara ört vaxandi í lok tíunda áratugarins og á árunum eftir það.

Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) eru ávaxtaðar í dreifðu safni innlendra og erlendra verðbréfa sem og í innlánum. Það liggur í eðli starfsemi sjóðsins að hann er langtímafjárfestir, enda eru skuldbindingar hans við sjóðfélaga til langs tíma. Frá árinu 1980 hefur LV stundað virka eignastýringu með innlend hlutabréf. Framanaf voru viðskiptin lítil eins og gefur að skilja en aukast eftir 1990 og fara ört vaxandi í lok tíunda áratugarins og á árunum eftir það.

Um 6% raunávöxtun hlutabréfaeignar LV frá upphafi

Við mat á ávöxtun hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðs þarf að horfa til langs tíma en ekki í skamman tíma, sem því miður er einkennandi í umræðunni í dag. Ávöxtun innlendrar hlutabréfaeignar LV hefur skilað sjóðfélögum um 6% árlegri raunávöxtun frá upphafi fram til ársins 2009. Það er þrátt fyrir að umtalsverður hluti hlutabréfasafnsins hafi tapast við hrun innlends hlutabréfamarkaðar haustið 2008.  Þannig hafa innlend hlutabréf gefið ávöxtun töluvert yfir þeirri 3,5% raunávöxtun sem stuðst er við í tryggingafræðilegu uppgjöri. 

Yfirlit yfir hlutabréfaviðskipti 1980 – 2009 á ársloka verðlagi 2009, í m.kr.

 Tímabil  Kaup  Sala Arður
Eign í
lok 2009
 Hreyfing
nettó (*
 1980–89
 -890  0 67

-824
 1990–99
 -11.026  5.673  1.064    -4.289
 2000–09
 -138.439  141.636  4.918    8.115
4.657
4.657
Samtals
-150.355
147.309
6.049
4.657
7.661
*) Kaup að frádreginni sölu að viðbættum arðgreiðslum

Á töflunni hér að ofan sést niðurstaða hlutabréfaviðskipta sjóðsins á 9. og 10. áratug síðustu aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar. Á 9. áratugnum hóf sjóðurinn hlutabréfakaup en engar sölur áttu sér stað. Á 10. áratugnum voru kaup nær tvöfalt meiri en sölur. Á þeim tíma var verið að byggja upp hlutabréfasafnið en á þessum árum var vísir til staðar að hlutabréfamarkaði.

Á síðustu 10 árum má sjá glögglega að sjóðurinn selur hlutabréf umfram kaup fyrir 3,2 milljarða króna,  nýtur arðgreiðslna að fjárhæð 4,9 milljarða króna  og auk þess var hlutabréfaeign í árslok 2009 4,7 ma.kr. Niðurstaðan er um 6% árleg raunávöxtun á ári yfir tímabilið 1980 – 2009.

Virk eignastýring með hlutabréf

Virk eignastýring með hlutabréf hefur skilað sjóðnum verulegum árangri í gegnum tíðina. Þannig var ávöxtun af innlendum hlutabréfum áratuginn fyrir hrun um tvöföld m.v. hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar.  Eins og sést á eftirfarandi töflu, úr ársskýrslu sjóðsins 2008 var sala hlutabréfa umfram kaup á árunum 2004 – 2008 4,7 ma.

Hlutabréfaviðskipti árin 2004 – 2008 í mkr.

Ár
Sala  Kaup  Hrein sala 
2008
 21.166  15.169  5.997
2007  22.821  20.568  2.253
2006  21.012  27.869  -6.857
2005
13.053
12.667
386
2004
10.681
7.756
2.925
Samtals


4.704

Fjárfestingar í innlendum hlutabréfum

LV á, eins og aðrir sem ávaxta fé á markaði, mikið undir því að vel takist til við að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan markað fyrir innlend hlutabréf og skuldabréf. Sjóðurinn leggur áherslu á að taka þátt í slíku uppbyggingarstarfi í samstarfi við opinbera aðila, Kauphöllina, aðra fjárfesta og almenning.