LV fjárfesti ekki í víkjandi skuldabréfum Glitnis vorið 2008

2. maí 2010

Lífeyrissjóðnum þykir ástæða að leiðrétta ummæli á eyjan.is, um að LV hafi tekið þátt í útboði á víkjandi skuldabréfum hjá Glitni árið 2008, sem birtust sunnudaginn 2. maí sl.

Í frétt sem birtist á veffréttamiðlinum Eyjan.is, sunnudaginn 2. maí 2010, er fjallað um útboð Glitnis á fimmtán milljarða króna víkjandi skuldabréfi. Í fréttinni er m.a. fjallað um kjör bréfanna og hverjir voru kaupendur þeirra.

Þar er því m.a. haldið fram að það þyki næsta víst að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi einnig fjárfest duglega af þessum víkjandi skuldabréfum. Af þessu tilefni vill Lífeyrissjóður verzlunarmanna taka fram að sjóðurinn fjárfesti ekki í umræddum skuldabréfum.