Sjóðfélagayfirlit send sjóðfélögum

6. okt. 2011

Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fá næstu daga send heim til sín yfirlit yfir stöðu sína í sjóðnum. Þar koma fram iðgjaldagreiðslur á fyrri hluta ársins, hver réttindi þeirra eru í sjóðnum og hve hárrar lífeyrisgreiðslu þeir geti vænst miðað við óbreytt iðgjöld til starfsloka, auk ýmissa annarra gagnlegra upplýsinga.

Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fá næstu daga send heim til sín yfirlit yfir stöðu sína í sjóðnum. Þar koma fram iðgjaldagreiðslur á fyrri hluta ársins, hver réttindi þeirra eru í sjóðnum og hve hárrar lífeyrisgreiðslu þeir geti vænst miðað við óbreytt iðgjöld til starfsloka, auk ýmissa annarra gagnlegra upplýsinga. Þessi yfirlit eru send sjóðfélögum á hálfs árs fresti, síðast í mars síðastliðnum.

Þær upplýsingar sem koma fram í yfirlitinu eru einnig aðgengilegar sjóðfélögum á sjóðfélagavef þeirra.

Yfirlitin ættu að berast sjóðfélögum næstu daga og ættu allir að hafa fengið sín yfirlit um miðja næstu viku. Sakni einhver yfirlitsins má hafa samband við skrifstofu okkar annað hvort í síma 580 4000 eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@live.is