Lífeyrissjóður verzlunarmanna tapar ekki á N1

13. ágú. 2011

Lífeyrissjóður verzlunarmanna átti engar kröfur í félagið N1 og hefur því ekki tapað neinum fjármunum við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða því ekki fyrir neinu tjóni af þessum sökum.

Frá því var greint í fréttum í gær, föstudaginn 12. ágúst, að lífeyrissjóðir hefðu tapað háum fjárhæðum vegna nauðasamninga N1 við lánardrottna. Var frá því greint að lífeyrissjóðir hefðu átt kröfur á félagið að fjárhæð 7,4 milljarðar króna, þar af hefði þremur milljörðum verið breytt í hlutafé, en 4,4 milljarðar verið afskrifaðir og tapað fé.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna átti engar kröfur í félagið N1 og hefur því ekki tapað neinum fjármunum við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða því ekki fyrir neinu tjóni af þessum sökum.