Staða lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins styrkist

30. jún. 2011

Lífeyrissjóðir fólks á hinum almenna vinnumarkaði styrkja stöðu sína hratt, eftir áföllin í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þetta er m.a. staðfest í nýlegri úttekt Fjármálaeftirlitsins á lífeyrissjóðunum í landinu. Um er að ræða árlega úttekt á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóðanna, þar sem metið er hvernig þeir eru í stakk búnir til að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar.

Lífeyrissjóðir fólks á hinum almenna vinnumarkaði styrkja stöðu sína hratt, eftir áföllin í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þetta er m.a. staðfest í nýlegri úttekt Fjármálaeftirlitsins á lífeyrissjóðunum í landinu. Um er að ræða árlega úttekt á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóðanna, þar sem metið er hvernig þeir eru í stakk búnir til að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar.

Til glöggvunar má skipta lífeyrissjóðum landsins í tvo meginflokka, annars vegar eru sjóðir án ábyrgðar launagreiðenda (almennu lífeyrissjóðirnir), hins vegar sjóðir með ábyrgð launagreiðanda (opinberu sjóðirnir). Mikill munur á stöðu þessara sjóða er staðfestur í úttekt FME.

Staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna styrkist

Í kjölfar bankahrunsins urðu allir lífeyrissjóðirnir í landinu fyrir áföllum. Nokkrir almennu sjóðanna, þar á meðal Lífeyrissjóður verzlunarmanna, gripu því til ráðstafana og skertu lífeyrisréttindi1 sjóðfélaga sinna. Það bætti tryggingafræðilega stöðu sjóðsins umtalsvert og tryggði um leið aukið jafnræði kynslóða gagnvart lífeyrisgreiðslum. Þá stóðu fjárfestingar sjóðsins undir væntingum og skiluðu góðri ávöxtun við erfiðar aðstæður. Að öllu samanlögðu er því lífeyrissjóðurinn í sterkri stöðu til að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar í nútíð og framtíð.

55 milljarða bati almennu sjóðanna

tryggingafraedilegstada_2010
tryggingafraedilegastada_2009Tryggingafræðileg staða almennu sjóðanna var í lok árs 2010 neikvæð um samtals 145 milljarða króna. Ári áður, í lok árs 2009, var staða þessara sömu sjóða neikvæð um 200 milljarða og hefur því lækkað á einu ári sem nemur um 55 milljörðum, eða um ríflega fjórðung. Þessi árangur er eins og kunnugt er ekki að öllu leyti án fórna þar sem hluta hans má rekja til lækkunar réttinda. Á sama tíma verður þó að hafa í huga að lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og hækka því í raun í krónutölu um hver mánaðarmót. Það sem mestu máli skiptir hér er að grundvöllur undir réttindi sjóðfélaga til framtíðar er styrktur. Um leið og staða almennu sjóðanna batnaði, gegndi öðru máli um sjóði opin berra starfsmanna. Staða þeirra var neikvæð í lok árs 2009 um 500milljarða króna. Langstærsti hluti þessarar skuldar er vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Staða B-deildarinnar er neikvæð sem nemur um 450 milljörðum króna.

Ólíku saman að jafna

Þótt furðu algengt sé að talað sé um lífeyrissjóðina í landinu sem eina heild, er þó staðreyndin sú að sjóðirnir búa við ólík starfsskilyrði. Styrkur hinna almennu sjóða, án ábyrgðar launagreiðenda, felst í því að báðir hlutar iðgjalda, framlag launþega og framlag launagreiðenda, eru í öllum tilvikum innheimt samhliða og jafnóðum. Þannig myndast sjóður sem er bakhjarl lífeyrisins. Verkefni hvers lífeyrissjóðs er að gæta þessa sjóðs og ávaxta hann.

Öflugur bakhjarl

Í tilviki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eiga sjóðfélagar bakhjarl í öflugum sjóði sem í lok árs 2010 var 310 milljarðar króna. Tryggingafræðilega staða sjóðsins hefur batnað mikið undanfarin misseri. Um áramót var halli að fjárhæð 19,9 milljarðar króna, eða 3,4% af skuldbindingum sjóðsins, en var 10,8% ári áður.

Almennu lífeyrissjóðirnir verða sjálfir að kljást við hvern þann vanda sem uppi kann að vera þegar kemur að greiðslu lífeyris. Til þess hafa þeir ákveðið svigrúm samkvæmt lögum, og eru innan þess nú. Verði hallinn of mikill, verða núverandi lífeyrisþegar að taka á sig skerðingu, að nokkru leyti einnig lífeyrisþegar framtíðarinnar. Á móti kemur að þegar vel gengur, hækka lífeyrisréttindin og lífeyrisgreiðslur, eins og reynslan hefur sýnt.

Frétt FME um stöðu lífeyrissjóðanna:

1)        Á árinu 2010 ákvað stjórn LV að skerða lífeyrisréttindi um 10%, þrátt fyrir að tryggingafræðileg staða væri innan marka sem tímabundin lög leyfðu. Þetta var vegna þeirra áfalla sem sjóðurinn varð fyrir í kjölfar bankahrunsins 2008. Engu að síður eru lífeyrisgreiðslur 9% hærri að raungildi en þær voru á árinu 1997.