140 manns á fundi um lífeyrismál

1. jún. 2011

Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fjölmenntu á kynningarfund um lífeyrismál á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í gærkvöld, 31. maí.

mottaka_vefinnSjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fjölmenntu á kynningarfund um lífeyrismál á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í gærkvöld, 31. maí. Húsfyllir var, þótt fundurinn hafi verið fluttur í enn stærri sal en fyrri fundurinn, sem haldinn var fyrir hálfum mánuði.

Alls komu um 140 gestir á fundinn og hlýddu á fræðsluerindi Margrétar Kristinsdóttur um upphaf lífeyristöku. Einnig komu þær Ásdís Eggertsdóttir og Þorgerður Ragnarsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins og fluttu erindi um almannatryggingar.


heimsmalin_vefinn

Þessir tveir fyrstu fræðslufundir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um upphaf lífeyristöku hafa tekist sérlega vel og verið mun fjölsóttari en björtustu vonir stóðu til. Ljóst er því að sjóðfélagar hafa mikinn áhuga á og gagn af upplýsingagjöf af þessu tagi. Námskeið næsta vetrar verða kynnt fyrir sjóðfélögum þegar nær dregur. 


allur-salurinn_vefurinn