Húsfyllir á fræðslufundi um lífeyrismál

18. maí 2011

Á annað hundrað manns sóttu fyrsta fræðslufund Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í gær, 17. maí. Þetta er mun meiri aðsókn en gert hafði verið ráð fyrir og þurfti í tvígang að óska eftir stærri húsakynnum hjá Hilton Nordica hótelinu, þar sem fundurinn var haldinn, þegar þátttökutilkynningar fóru ítrekað fram úr væntingum.

Á annað hundrað manns sóttu fyrsta fræðslufund Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í gær, 17. maí. Þetta er mun meiri aðsókn en gert hafði verið ráð fyrir og þurfti í tvígang að óska eftir stærri húsakynnum hjá Hilton Nordica hótelinu, þar sem fundurinn var haldinn, þegar þátttökutilkynningar fóru ítrekað fram úr væntingum.

Nú þegar hafa fjölmargir tilkynnt þátttöku sína í síðari fundinum, sem haldinn verður á sama stað þriðjudaginn 31. maí klukkan 20:00, í sal H á 2. hæð. Rétt er að hvetja áhugasama til að skrá þátttöku sína fyrr en seinna, þar sem búast má við húsfylli.

Efni fundarins var upphaf lífeyristöku. Margrét Kristinsdóttir, deildarstjóri lífeyrisdeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, fór ítarlega yfir réttindi sjóðfélaga, hvaða reglur gilda, hvað þurfi að hafa í huga og hvernig sjóðfélagar ættu að bera sig að við að hefja töku lífeyris. Fyrirspurnum fundargesta var svarað jafnóðum.

Að framsögu Margrétar lokinni tóku við Ásta J. Arnardóttir og Anna Marí Ingvadóttir frá Tryggingastofnun ríkisins og upplýstu fundargesti um hlutverk Tryggingastofnunar, samspil atvinnutekna, lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóði og frá TR og leiðbeindu um upplýsingaöflun og annað varðandi samskipti við TR.

Mjög góðar upplýsingar

Ljóst er að sjóðfélagar kunna vel að meta þessa þjónustu, sem auðveldar þeim að hefja töku lífeyris, og gerðu fundargestir góðan róm að þeim erindum semSalur flutt voru. Einn þeirra, Hanna Guðmundsdóttir, sagði í samtali við live.is eftir fundinn að hann hefði verið mjög góður og mjög góðar upplýsingar veittar á vel skiljanlegu máli. „Þetta hjálpar svo sannarlega, maður veit núna hvernig og hvert maður á að snúa sér í þessum málum,“ sagði Hanna.

Hver og einn fundargesta fékk afhenta netta möppu með þeim upplýsingum sem fyrirlestrarnir innihéldu og geta því rifjað þær upp heima og haft til hliðsjónar þegar að því kemur að hefja lífeyristöku.

DSC05828Fleiri fundir

Nú þegar er ljóst að síðari fræðslufundurinn, þann 31. maí, verður fjölsóttari en upphaflega var gert ráð fyrir. Í ljósi reynslunnar af fundinum í gær og boðaðrar þátttöku í seinni fundinum má sjá að full þörf er fyrir fræðslu af þessu tagi og því verði sjóðfélögum reglulega boðið til fræðslufunda í framtíðinni. Einnig að sjóðfélögum utan höfuðborgarsvæðisins bjóðist að fá til sín fræðslufundi, ef næg þátttaka verður. Allt verður þetta nánar kynnt síðar.