Væntanlegum lífeyrisþegum boðið til fundar

12. maí 2011

Fræðslufundir um lífeyrismál undir yfirskriftinni „Að hefja töku lífeyris“ verða haldnir á vegum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna dagana 17. og 31. maí á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.

Fræðslufundir um lífeyrismál undir yfirskriftinni „Að hefja töku lífeyris“ verða haldnir á vegum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna dagana 17. og 31. maí á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.

Reynsla starfsfólks okkar sýnir, að algengt er að fólk þekki ekki réttindi sín og margir séu í óvissu um hvernig og hvenær eigi að hefja töku lífeyris. Markmið fundanna er að auðvelda sjóðfélögum að hefja töku lífeyris hjá sjóðnum.

Farið verður ítarlega yfir hver réttindi sjóðfélaga eru, hverju það breytir að flýta eða fresta upphafi lífeyristöku, hvernig skuli bera sig að o.fl.

Sérfræðingar frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fara yfir lífeyrismálin og starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins fer yfir helstu reglur um réttindi og greiðslur til lífeyrisþega frá Tryggingastofnun.

Fundirnir eru einkum ætlaðir þeim sjóðfélögum sem búast við að hefja töku lífeyris á næstu misserum eða árum, en allir sjóðfélagar eru velkomnir.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Þeir sem hyggjast sækja fundina eru vinsamlega beðnir að skrá sig og segja til um hvorn daginn þeir hyggjast koma, annað hvort með tölvupósti á netfangið skrifstofa@live.is eða með því að hringja til okkar á skrifstofu lífeyrissjóðsins í síma 580 4000.

Tími og staður

Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2

Þriðjudagur, 17. maí kl. 17:30-19:00
Þriðjudagur, 31. maí kl. 20:00-21:30

 

Ef aðsókn verður góð, munum við bjóða til fleiri slíkra funda síðar.