Samkomulag um aðlögun skulda í 110% af verðmæti fasteignar

7. feb. 2011

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er aðili að samkomulagi um nánari útfærslu aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila sem undirritað var 15. janúar sl. af Landssamtökum lífeyrissjóða, Samtökum fjármálafyrirtækja og Íbúðalánasjóði. Í samkomulaginu fellst að sjóðfélögum með skuldir hjá sjóðnum og eru með áhvílandi skuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti fasteignar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er aðili að samkomulagi um nánari útfærslu aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila sem undirritað var 15. janúar sl. af Landssamtökum lífeyrissjóða, Samtökum fjármálafyrirtækja og Íbúðalánasjóði. Í samkomulaginu fellst að sjóðfélögum með skuldir hjá sjóðnum og eru með áhvílandi skuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti fasteignar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Helstu efnisatriði samkomulagsins eru þessi:

  1. Heimilum þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eignar. Það er skilyrði niðurfellingar skulda að umsækjandi og/eða maki hans, eftir því sem við á, séu eigendur hinnar veðsettu eignar og greiðendur áhvílandi lána og að eignin sé notuð til heimilishalds umsækjanda.
  2. Sjóðfélagar með veðskuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar geta óskað eftir niðurfellingu um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Tekið verður tillit til annarra aðfararhæfra eigna. Ef veðrými er á þeim eignum, lækkar niðurfærsla veðskulda sem því nemur. Lækkun skulda takmarkast við að greiðslubyrði umsækjanda af lánum sem samkomulag þetta tekur til verði ekki lægri en sem svarar 18% af brúttótekjum eftir beitingu úrræðisins.
  3. Sjóðfélagar sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 m. kr., geta óskað eftir frekari niðurfellingu. Niðurfellingin getur í heild numið allt að 15 m.kr. fyrir einstaklinga og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Mörk niðurfellingar ráðast af 110% veðsetningarhlutfalli af verðmæti eignar og að greiðslubyrði umsækjanda af lánum, sem samkomulagið tekur til, fari ekki niður fyrir 18% af brúttótekjum eftir beitingu úrræðisins.
  4. Skuldir sem færa má niður samkvæmt samkomulaginu eru skuldir sem stofnað var til vegna fasteignakaupa umsækjanda á árunum fyrir 2009 og hvíla með veði á eign sem er til heimilishalds lántaka og uppfylla rétt til vaxtabóta.
  5. Þeir lántakar, sem hafa þegar fengið niðurfellingu skulda sinna niður í 110% af verðmæti eigna sinna á grundvelli annarra úrræða, geta átt þess kost að fá frekari niðurfellingu að uppfylltum skilyrðum þessa samkomulags.
  6. Umsækjandi skal snúa sér til þess lánveitanda íbúðaláns sem er á aftasta veðrétti. Sá lánveitandi  heldur utan um málið gagnvart öðrum lánveitendum.
  7. Sækja þarf um niðurfellingu skulda fyrir 1. júlí 2011.

 

Umsókn um 110% leiðin
Spurt og svarað um 110% leiðina
Samkomulagið í heild sinni