Mótframlag hækkar í 8,5%

7. júl. 2016

Mótframlag sem launagreiðandi innir af hendi í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 8,5% frá og með júlí launum 2016 samkvæmt kjarasamningi ASÍ og fl. við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl.

Mótframlag sem launagreiðandi innir af hendi í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 8,5% frá og með júlí launum 2016 samkvæmt kjarasamningi ASÍ og fl. við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent launagreiðendum tölvupóst og bréf þessa efnis. 

Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA mun mótframlag launagreiðanda hækka um 3,5% í þremur áföngum til 2018. Heimilt er að ráðstafa hluta af viðbótinni í bundna séreign frá og með 1. júlí 2017.

  • 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðanda um 0,5% stig
  • 1. júlí 2017 hækkar mótframlag launagreiðanda um 1,5% stig
  • 1. júlí 2018 hækkar mótframlag launagreiðanda um 1,5% stig
  • Hækkun um 0,5% þann 1. júlí nk. mun renna í samtryggingu sjóðfélaga
  • Frá 1. júlí 2017 getur fólk ráðstafað allt að 2% stigum í bundinn séreignarsparnað
  • Frá 1. júlí 2018 getur fólk ráðstafað allt að 3,5% stigum í bundinn séreignarsparnað

Sjóðfélagar eru hvattir til að fylgjast með að hækkunin skili sér og skoða launaseðla yfir júlí laun. Skili hækkunin sér ekki er rétt að láta vita. Hækkuninni verður ráðstafað í samtryggingu fyrir þá sem kjarasamningurinn nær til, þar til ákvörðun um annað verður kynnt af samningsaðilum.

Heildariðgjald í lífeyrissjóð verður því frá og með júlí launum 12,5% af launum, þ.e. 4% iðgjald launþegans og 8,5% mótframlag frá launagreiðanda.

Áréttað skal að launagreiðandi er skv. lögum ábyrgur fyrir skilum á iðgjöldum í lífeyrissjóð.