Mjög góð ávöxtun af hlutabréfum Icelandair

2. feb. 2017

Hlutabréf Icelandair Group féllu í verði í gær, 1. febrúar 2017, í kjölfar afkomuviðvörunar frá félaginu. Síðan hafa birst í fjölmiðlum vangaveltur um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem stærsti eigandi hlutafjár í félaginu, hafi orðið fyrir tjóni vegna verðfallsins.

Hlutabréf Icelandair Group féllu í verði í gær, 1. febrúar 2017, í kjölfar afkomuviðvörunar frá félaginu. Síðan hafa birst í fjölmiðlum vangaveltur um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem stærsti eigandi hlutafjár í félaginu, hafi orðið fyrir tjóni vegna verðfallsins.

Af því tilefni telur Lífeyrissjóður verzlunarmanna rétt að eftirfarandi komi fram.

Sjóðurinn á 14,7% hlut í Icelandair Group. Mikill meirihluti þessa hlutafjár (65%) var keyptur árið 2010 á genginu 2,50, mun lægra en lokagengi hlutabréfanna var í gær.

Vegið kaupgengi eignarhlutar sjóðsins í Icelandair Group er 3,7. Lokagengi gærdagsins var 16,8. Verðmæti hlutabréfanna nú er því meira en fjórfalt kaupvirði þeirra.

Þegar tekið hefur verið tillit til 1.523 mkr. arðgreiðslna er árleg meðalraunávöxtun þessarar fjárfestingar frá 2010 til dagsins í dag 32,34%, sem telst mjög góð afkoma.

Sjá má upplýsingar um eignarhluti í hlutafélögum, kostnaðarverð og gangverð hlutanna í ársskýrslu sjóðsins 2015 á bls. 60. Skýrslan er aðgengileg á vef sjóðsins hér.