LV og Grund Mörkin ehf. semja um endurfjármögnun íbúða félagsins

19. jún. 2019

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Grund Mörkin ehf., hafa samið um langtíma fjármögnun á íbúðum félagsins.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna veitir félaginu 1.600 milljóna króna lán sem eru tryggð með veðum í íbúðum félagsins. Lánin eru til 30 ára og með hagstæðari vöxtum en eldri lán sem voru frá árinu 2010. Centra Fyrirtækjaráðgjöf veitti félaginu ráðgjöf við fjármögnunina.

Grund Mörkin er einkahlutafélag í eigu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Félagið er með 78 þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara við Suðurlandsbraut 58-62 og hefur verið með þann rekstur frá árinu 2010. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum fyrir eldri borgara og langir biðlistar eru eftir íbúðum hjá félaginu.

Centra Fyrirtækjaráðgjöf er löggilt verðbréfafyrirtæki sem veitir sjálfstæða og óháða fjármálaráðgjöf. Félagið var stofnað árið 2009 og er að fullu leyti í eigu starfsmanna sem hafa mikla þekkingu og víðtæka reynslu á sviði fjárfestinga.