LV gerist aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar

25. nóv. 2021

Lífeyrissjóður verzlunarmanna steig enn eitt skref á sjálfbærnivegferð sinni föstudaginn 19. nóvember 2021 þegar sjóðurinn gerðist, fyrstur lífeyrissjóða, aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, og Reykjavíkurborgar.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna steig enn eitt skref á sjálfbærnivegferð sinni föstudaginn 19. nóvember 2021 þegar sjóðurinn gerðist, fyrstur lífeyrissjóða, aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, og Reykjavíkurborgar. Lífeyrissjóðurinn er þar í hópi 167 fyrirtækja og stofnana sem hafa einsett sér að draga með markvissum hætti úr loftslagsáhrifum starfsemi sinnar.

Loftslagsyfirlýsingin

Í yfirlýsingunni kemur framað að á Íslandi sé helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

 

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • Minnka myndun úrgangs
  • Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

Sjá nánar á vef Festu

 

Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri LV undirritaði yfirlýsinguna í Hörpu að viðstöddum Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Festu.

 

Nánar um sjálfbærnivegferðina

Fyrr á árinu gaf LV út nýja heildstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tengda stefnu um útilokun fjárfestingarkosta úr eignasöfnum, sjá nánar hér. Einnig eru upplýsingar um áherslur LV í sjálfbærni í sjálfbærniskýrslu LV 2020.