Lífeyrissjóðurinn tók ekki þátt í hlutafjárútboðinu
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur undanfarið haft til skoðunar mögulega þátttöku lífeyrissjóðsins í hlutafjárútboði Icelandair Group hf. sem fór fram dagana 16. til 17. september 2020.
Deloitte Fjármálaráðgjöf var sjóðnum til aðstoðar við greiningu á fjárfestingarkostinum.
Málið var til umfjöllunar á stjórnarfundi LV miðvikudaginn 16. september s.l. þar sem niðurstaðan var að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu.