Lífeyrissjóður verzlunarmanna gefur frí á kvennadaginn

12. jún. 2015

Lífeyrissjóður verzlunarmanna heiðrar aldarafmæli kosningaréttar kvenna með því að gefa öllu starfsfólki sjóðsins frí eftir hádegi þann 19. júní. Skrifstofa sjóðsins verður því lokuð eftir hádegi þann dag.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna heiðrar aldarafmæli kosningaréttar kvenna með því að gefa öllu starfsfólki sjóðsins frí eftir hádegi þann 19. júní. Skrifstofa sjóðsins verður því lokuð eftir hádegi þann dag.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur um árabil  unnið samkvæmt virkri kynjajafnréttisstefnu. Undanfarin tvö ár hefur sjóðurinn fengið jafnlaunavottun VR, sem er jafn lengi og vottunin hefur verið við lýði.

Jafn margar konur og karlar eru í stjórn sjóðsins og undanfarin þrjú ár hefur kona verið formaður stjórnar.

Það er stefna sjóðsins að virða í hvívetna jafnræði og jafnrétti kynjanna, sem og jafnlaunastefnu þar sem laun ráðast af menntun, reynslu og ábyrgð en ekki af kynferði.

Með lokun skrifstofunnar eftir hádegi þann 19. júní er starfsfólki sjóðsins gert kleift að sækja hátíðahöld í tilefni dagsins.

Stjórn og starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna óskar Íslendingum öllum til hamingju í tilefni þessara merku tímamóta!