Lífeyrisgreiðslur komnar yfir milljarð á mánuði

31. ágú. 2016

Heildarfjárhæð lífeyrisgreiðslna til sjóðfélaga úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna varð rúmlega milljarður króna í júlímánuði síðastliðnum.

Heildarfjárhæð lífeyrisgreiðslna til sjóðfélaga úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna varð rúmlega milljarður króna í júlímánuði síðastliðnum.

Þessar greiðslur eru samtala allra lífeyrisgreiðslna, þ.e. ellilífeyris, örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris auk séreignarlífeyris.

Fyrstu átta mánuði ársins voru heildargreiðslur lífeyris frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna um 7.900 milljónir króna. Alls fengu 14,810 sjóðfélagar greiddan lífeyri, sem er fjölgun um rúmlega 700 frá fyrra ári.

Ítarlegri umfjöllun um lífeyrisgreiðslur, iðgjaldasöfnun og réttindi er að finna hér.