Lífaldur hækkar, er vinnumarkaðurinn búinn undir það?

26. maí 2016

Vefflugan, vefrit Landssamtaka lífeyrissjóða 6. tbl., er komin út. Þar er fjallað um helstu mál sem varða lífeyrissjóðina og sjóðfélaga þeirra og eru efst á baugi hjá forystusveitum lífeyrissjóðakerfisins og vinnumarkaðarins um þessar mundir. Hæst ber þar að fólk nær sífellt hærri aldri. Því fylgja miklar áskoranir. Hvernig verður tekist á við þær?

Vefflugan, vefrit Landssamtaka lífeyrissjóða 6. tbl., er komin út. Þar er fjallað um helstu mál sem varða lífeyrissjóðina og sjóðfélaga þeirra og eru efst á baugi hjá forystusveitum lífeyrissjóðakerfisins og vinnumarkaðarins um þessar mundir. Hæst ber þar að fólk nær sífellt hærri aldri. Því fylgja miklar áskoranir. Hvernig verður tekist á við þær?

Hægt er að opna Veffluguna í heild hér, en einstakar greinar með tenglunum hér á eftir:

  • hvernig 3,5% viðbótariðgjaldi í lífeyrissjóði verður ráðstafað. Líklegast er að ráðstöfunin verði valfrjáls á þann veg að hver og einn sjóðfélagi ákveði hvort viðbótariðgjaldið rennur í samtryggingarhluta sjóðs síns eða verður séreign viðkomandi sjóðfélaga að einhverju eða öllu leyti.
  • hvort haustkosningar til Alþingis og tilheyrandi pólitísk óvissa setji strik í reikning áforma um breytt mat á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða? 
  • að forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs ætla að fá botn í könnunarviðræður sínar fyrir sumarleyfi og ákveða þá hvort gengið verður í að sameina sjóðina eða horfið verður frá hugmynd um sameiningu. Erfiðasti hjallinn er mismunandi réttindaávinnslukerfi sjóðanna tveggja.
  • þema Vefflugunnar: Við eldumst – hvernig bregst vinnumarkaðurinn við? Málið er reifað frá ýmsum hliðum.