Lántökugjald verður föst krónutala

18. nóv. 2016

Lántökugjald við töku sjóðfélagalána hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna breytist í dag og verður hér eftir föst tala, 55.000 krónur, í stað hlutfalls af lánsfjárhæð.

Lántökugjald við töku sjóðfélagalána hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna breytist í dag og verður hér eftir föst tala, 55.000 krónur, í stað hlutfalls af lánsfjárhæð.

Lántökugjald hefur verið 0,75% af lánsfjárhæð. Þessi breyting þýðir að kostnaður vegna láns að fjárhæð 20 milljónir króna (sem er u.þ.b. meðaltalsfjárhæð sjóðfélagalána á þessu ári) lækkar um 95.000 krónur.

Ekkert skjalagerðargjald er vegna eins láns, en ef lán eru fleiri á sömu fasteign er tekið sérstakt skjalagerðargjald vegna þeirra lána og er þá miðað við gjaldskrá eins og hún er hverju sinni.