Lánsumsóknir óvirkar um helgina

Helgina 18.-20. nóvember verða lánsumsóknir óvirkar vegna færslu kerfa frá Þjóðskrá til HMS

17. nóv. 2022

Vegna flutninga á kerfum Fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS verða öll kerfi Fasteignaskrár óaðgengileg frá klukkan 13 föstudaginn 18. nóvember til miðnættis á sunnudag. Því miður verður ekki hægt að sækja um lán og fara í gegnum greiðslumat á meðan á flutningnum stendur.

Af þessum sökum munu sýslumannsembætti ekki taka við skjölum til þinglýsingar frá kl. 12 föstudaginn 18. nóvember. Tekið verður aftur við skjölum til þinglýsingar við opnun embætta eftir helgina, mánudaginn 21. nóvember.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en aftur verður hægt að sækja um lán á mánudaginn.