Kvennafrí í dag 24. október

24. okt. 2016

Skrifstofa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður fremur fáliðuð í dag, kvennafrídaginn 24. október frá klukkan 14:38. Í tilefni dagsins gefur sjóðurinn konum sem hjá honum starfa tækifæri til að fara og taka þátt í viðburðum dagsins. Sjóðfélagar geta orðið þessa var­ir með hæg­ari þjón­ustu en alla jafna. Við biðjum þá vin­sam­leg­ast að sýna þeim sem eft­ir sitja þol­in­mæði og biðlund – þeir gera sitt besta.

Skrifstofa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður fremur fáliðuð í dag, kvennafrídaginn 24. október frá klukkan 14:38. Í tilefni dagsins gefur sjóðurinn konum sem hjá honum starfa tækifæri til að fara og taka þátt í viðburðum dagsins.

Sjóðfélagar geta orðið þessa var­ir með hæg­ari þjón­ustu en alla jafna. Við biðjum þá vin­sam­leg­ast að sýna þeim sem eft­ir sitja þol­in­mæði og biðlund – þeir gera sitt besta.

40 ár frá fyrsta kvenna­frí­deg­in­um

Þann 24. októ­ber árið 1975 lögðu kon­ur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna fyr­ir þjóðfé­lagið. Árið 2005 var haldið upp á kvenna­frí­dag­inn í annað sinn og þá gengu kon­ur út í tugþúsunda talið klukk­an 14:08. Árið 2010 gengu kon­ur út klukk­an 14:25 og nú klukk­an 14:38. Þetta eru tákn­ræn­ar tíma­setn­ing­ar þar sem meðal at­vinnu­tekj­ur kvenna eru 70,3% af meðal at­vinnu­tekj­um karla. Klukk­an 14:38 eru liðin 70.3% af vinnu­tím­an­um frá kl. 9-17. 

Boðað er til samstöðufundar á Aust­ur­velli í Reykja­vík und­ir kjör­orðinu KJARA­JAFNRÉTTI STRAX!

Þess má geta að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur undanfarin ár hlotið jafnlaunavottun.