Heimild til að nýta séreignarsparnað framlengd

12. júl. 2019

Þeir sem greiða í séreignarsjóð til sjóðsins geta nýtt inngreiðslur, skattfrjálst, á tímabilinu 1. júlí 2019 til 30. júní 2021 til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfunin haldi áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn á www.leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur. Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi frá og með 1. júlí 2019 og engar frekari greiðslur fara inn á lán. Frestur til að samþykkja áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2019. Eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast.

Allar nánari upplýsingar er að finna á leidretting.is.