Hámarkslán hækka í 75 milljónir króna

26. ágú. 2021

Hámarks lán hjá sjóðnum hækkar úr 60 milljónum í 75 milljónir króna.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið hækkun hámarksfjárhæðar sjóðfélagalána. Hámarksfjárhæðin til einstaklings, hjóna eða sambúðarmaka er nú kr. 75.000.000, en var fyrir breytinguna kr. 60.000.000.

Breytingin tekur gildi frá og með föstudeginum 27. ágúst. Ítarlegri upplýsingar um sjóðfélagalán er að finna hér https://www.live.is/lan/almennar-upplysingar/lanareglur/