Guðrún nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða

30. maí 2018

Guðrún Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur verið kjörin formaður Landssamtaka lífeyrissjóða og tekur hún við af Þorbirni Guðmundssyni sem lét af stjórnarsetu og formennsku á ársfundi samtakanna í gær, 29. maí 2018.

Guðrún gegnir einnig formennsku í Samtökum iðnaðarins og er fulltrúi þeirra í stjórn lífeyrissjóðsins. Hún hefur setið í stjórn Landssamtakanna fyrir hönd Lífeyrissjóðs verzlunarmanna undanfarin tvö ár.

Aðrir stjórnarmenn Landssamtaka lífeyrissjóða eru Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR varaformaður, Jakob Tryggvason Birtu lífeyrissjóði, Halldóra Káradóttir Brú lífeyrissjóði, Valmundur Valmundsson Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, Harpa Ólafsdóttir Gildi lífeyrissjóði, Erla Jónsdóttir Stapa lífeyrissjóði, Gylfi Jónasson Festu lífeyrissjóði og Arnaldur Loftsson Frjálsa lífeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða er Þórey S. Þórðardóttir.