Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við formennsku stjórnar LV

24. mar. 2021

Að loknum vel heppnuðum ársfundi sjóðsins í gær á Grand Hótel Reykjavík fundaði stjórn sjóðsins og skipti með sér verkum. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við formennsku af Stefáni Sveinbjörnssyni sem tók við varaformennsku.

Formannsskiptin eru gerð í samræmi við grein 5.9 í samþykktum sjóðsins. Guðrún var áður formaður stjórnarinnar á árunum 2016 til 2018. 

Guðrún er mannfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Kjörís. Hún er formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.